Karellen
news

Fréttir á föstudegi

09. 04. 2021

Nú er starfið í Reynikoti að komast á rétt ról eftir páskafrí og börnin hress og kát eftir gott frí. Farið var í góðar gönguferðir bæði skólahópur í óvissuferð og skemmtiferð með skólahópi Grenikots og svo fóru yngri börnin í listigarðinn. Í dag héldum við upp á dag einhverfunnar með bláum degi. Blái liturinn var í forgrunni í klæðaburði, föndri og öðrum athöfnum dagsins og notuðum við hina ýmsu liti með, því einhverfa er allskonar. Við ræddum um einhverfu og horfðum á stutt myndbönd sem finna má að síðunni, blarapril.is, um einhverfu og virtust börnin vera áhugasöm.

Með kveðju og ósk um góða helgi!

© 2016 - 2024 Karellen