Karellen
news

Reynikotsfréttir

26. 02. 2021

Allt starf í Reynikoti hefur gengið vel það sem af er ári og börnin að vanda áhugasöm og dugleg. Í hreyfingu er lögð áhersla á æfingar sem styrkja alhliða hreyfiþroska og eins slökun. Í vinnustundum hjá skólahóp eru lögð fyrir fjölbreytt verkefni sem unnin eru að mestu í gegnum leik og farið í skemmtilegar óvissuferðir sem fela í sér mikið nám og í ART (Aggression Replacement Training) er skólahópur í þjálfun sem hefur það að markmiði að fyrirbyggja óæskilega hegðun og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda. Öll börnin í Reynkoti fara svo áfram vikulega í vináttusstundir með bangsanum Blæ. Í skapandi starfi í listakoti höfum við, nú eftir áramót, veriða að skoða okkur sjálf og nánasta umhverfi, fjölskyldu, vini, heimili og í framhaldi bæinn okkar.

Mikið hefur verið um útiveru og gönguferðir í vetur því veðrið hefur leikið við okkur. Vikulegar vettvangsferðir Reynikots hafa því haldið sér alla fimmtudaga, ásamt fyrrnefndum óvissuferðum skólahóps á miðvikudögum. Einu sinni í mánuði mun skólahópur fara í gönguferð með skólahópi Grenikots. Í gær lá leið okkar í Listasafn Árnesinga þar sem við fengum kynningu á þeim skemmtilegu sýningum sem þar eru.

Í dag var loks flæði í leikskólanum eftir langa bið. Þar fengu börn eldri deildanna þriggja að rápa á milli deilda og í salinn að vild. Þau virtust njóta þessarar kærkomnu tilbreytingar vel.

Á síðum barna ykkar á Karellen má finna myndir af leik og starfi.

Með kærri kveðju frá Reynikoti og ósk um góða helgi!

© 2016 - 2024 Karellen