Karellen

Velkomin í leikskólann Óskaland.

Leikskólinn er sex deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum tólf mánaða til sex ára. Boðið er upp á breytilegan dvalartíma.

Leikskólinn Óskaland tók til starfa 22. febrúar 1994, í leiguhúsnæði við Fljótsmörk 2. Þar starfaði leikskólinn í 10 ár eða til ársins 2004. Fyrsta skóflustungan að núverandi húsnæði að Finnmörk 1 var tekin þann 6. október 2003 og húsið vígt þann 14. ágúst 2004, þá tveggja deilda leikskóli. Árið 2007 var byggt við leikskólann og bættust þá þriðja og fjórða deildin við. Í byrjun árs 2022 voru svo tvær nýjar deildir teknar í notkun í frístandandi húsi á lóð leikskólans. Þær eru núna fyrir elstu börnin og heita Asparkot og Lerkikot.

Nöfn deilda eru: Birkikot, Furukot, Grenikot, Reynikot, Asparkot og Lerkikot.

Í Furukoti og Birkikoti eru yngstu börnin. Tveggja til þriggja ára börn eru í Grenikoti, þriggja ára börn eru í Reynikoti, fjögurra ára börn eru á Asparkoti og elsti árgangurinn er í Lerkikoti. Tvö listakot eru í leikskólanum sem eru nýtt til hópastarfs og listsköpunar. Í miðju hússins er starfsmannaaðstaða, skrifstofa, undirbúningsherbergi kennara og eldhús. Einnig er salur fyrir hreyfistundir, tónlist og fleira.

Árið 2023 hófst stækkun leikskólans á ný en ákveðið var að byggja nýjar deildir á lóðinni austan megin við leikskólann. Vonast er til að deildirnar verði tilbúnar árið 2024.

Leikskólinn er staðsettur við Finnmörk 1 í vestanverðum Hveragerðisbæ, inn í íbúðahúsabyggð þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Hamarinn og Kambarnir eru í göngufæri við leikskólann. Stutt er í hverasvæði sem býður upp á óþrjótandi rannsóknarefni.

Reglulega eru fréttir af leikskólastarfinu settar inn á Facebook hóp leikskólans, Leikskólinn Óskaland. Myndir úr starfinu eru settar inn á Karellen aðgang fyrir hvert barn.

Forritið Karellen er notað fyrir upplýsingagjöf milli leikskólans og foreldra um daglegt starf. Foreldrar fá aðgang að Karellen þegar barnið hefur nám við leikskólann.

© 2016 - 2024 Karellen