Karellen
news

Grenikot 15-19 mars

25. 03. 2021

Á mánudaginn fóru allir í hreyfingu í sal en þar var farið íleiki og þau gerðu allskonar teygjur. Skólahópur fór í skólatíma en þar voru þau að para saman lítinn og stóran staf í veiðimann spili (fiðrilda). Einnig fórum við yfir Lubba bókina (stafi) og klöppuðum í atkvæði. Allir léku sér í frjálsum leik og fóru í útiveru eftir matinn. Í lok dags kom skólahópurinn frá Reynikoti til okkar og mið/yngri hópur fór í heimsókn á Reynikot.

Á þriðjudaginn fórum við út með Fugla- og Fiskahópur (mið/yngri) út að leika í rigningunni. Við náðum svo í vatnslöngu og krakkarnir fylltu fötur og potta af vatni. Þeim fannst þetta afskaplega skemmtilegt og það kepptust allir við að komast sem oftast í vatnið.

Skólahópur fór í skólann í heimsókn á miðvikudaginn, í Mjólkurbúið og hitti 1 bekk. Það var vel tekið á móti þeim og gömlu deildarfélagarnir sýndu þeim allt saman. Þau léku saman með kaplakubba og lego, lituðu, perluðu, púsluðu, skoðuðu bækur og fleira. Yngri og miðhópur (2016-2017) fóru í göngutúr og kíktu í Bungubrekku að leika.

Á fimmtudaginn fór skólahópur í göngutúr upp að Hamrinum (í útistofu) með skólahópnum á Reynikoti. Yngri og miðhópur fóru í Listasmiðju með Hrönn og settu niður fræ fyrir sumarblóm, tómata og graslauk. Þau fræddust um blómin og plöntur í leiðinni.

Á föstudaginn (í dag) kláruðu einhverjir að setja niður fræ. Við lituðum og klipptum sokkamyndir til þess að skreyta deildina og byrjuðum að búa til páskaskraut (unga).

Á mánudaginn er Dagur Downs og þá er ruglsokkadagur hjá okkur á leikskólanum.

© 2016 - 2024 Karellen