Karellen
news

Grenikot 19-23 apríl

23. 04. 2021

Halló, halló.

Á mánudaginn var hreyfing en í tímanum voru boltaleikir og teygjur. Skólahópur fór í skólatíma en í þetta skiptið voru þau að vinna með fuglabókarverkefni og tappa með stórum og litlum stöfum.

Skólahópur fór í Listasmiðju á þriðjudaginn og unnu með græna litinn fyrir græna daginn, léku sér frjálst en fóru svo út eftir hádegi. Yngri og miðhópur fór út fyrir hádegi og lék sér frjálst inn á deild eftir hádegi.

Á miðvikudaginn fór yngri og miðhópur í göngutúr í Lystigarðinn og sulluðu aðeins í ánni. Skólahópur fór í skólatíma en þar fóru þau í talnaleik með kuðungum og í spil þar sem verkefnið var að flokka eftir lögun, lit eða fjölda.

Fimmtudagur: Frí

Í dag er grænn dagur og við erum búin að vinna með græna litinn í vikunni. T.d. nefna eitthvað grænt og í dag fórum við í leikinn: Finna og telja grænar myndir. Þar sem nemendur fóru um deildina og fundu myndir sem við vorum búin að hengja upp hér og þar.

© 2016 - 2024 Karellen