Karellen
news

Grenikot 22-26.mars

26. 03. 2021

Á mánudaginn fóru allir í hreyfingu í sal en þar var farið í þrautabraut og æft klifur ásamt jafnvægi.

Skólahópur fór í skólatíma en þar voru þau að draga spil með orðum, skrifa þau og búa til stafi með ísspýtum. Einnig fórum við í rímspil, örsögur og spurningar (eftirtekt). Allir léku sér í frjálsum leik og fóru í útiveru eftir matinn. Í lok dags kom mið/yngri hópur frá Reynikoti til okkar og skólahópurinn fór í heimsókn á Reynikot.

Á þriðjudaginn fór skólahópur í Listasmiðju og bjó til eldfjall úr hæsnaneti, dagblöðum og lími. Yngri og miðhópur fór í útiveru og lék sér frjálst með holukubba (sem eru alltaf vinsælir) og allskonar dót.

Yngri og miðhópur (2016-2017) fóru í göngutúr upp að Hamrinum á miðvikudaginn það var svolítið hvasst þannig að þau fóru svo á fótboltavöllinn og tóku langan hring til baka á leikskólann. Skólahópur lék sér í frjálsum leik og fór í skólatíma en viðfangsefni dagsins var að draga spjöld og klappa í atkvæði. Seinna verkefnið innihélt leik með trékubba (sem eru í allskonar mismunandi formum), para þá við myndir og þau enduðu á því teikna mynd með kubbana sem skapalón.

Á fimmtudaginn fór skólahópur í göngutúr á skólalóðina og léku sér þar. Það var nú gaman að nota rampinn sem rennibraut og leika sér í tækjunum þar. Yngri og miðhópur léku sér frjálst og fóru í Listasmiðju að mála eldfjallið. Þau settu líka niður fræ fyrir sumarblóm og graslauk. Pottarnir eru komnir inn á deild í gluggana þannig að hægt sé að fylgjast með þeim vaxa.

Í dag er gulur dagur og við lékum okkur frjálst inni fyrir hádegi með GULAR blöðrur og lituðum kanínur, páskaegg, unga og klipptum. Það átti að vera flæði en ákveðið var að geyma það til betri tíma. Eftir hádegi fóru allir út að leika í snjónum. Við fórum síðan í leik inn á deild að finna GULA hluti og nefna hvað er gult.

© 2016 - 2024 Karellen