Karellen
news

Grenikot 3-7 maí

06. 05. 2021

Góðan dag.

Vikan hjá okkur hefur liðið hratt en það hefur mikið verið brallað.

Í salnum á mánudaginn var frjáls tími og boðið upp á þrautabraut, jafnvægi og klifur. Holukubbarnir voru mjög vinsælir inn á deild. Allir fóru síðan út eftir hádegi.

Á þriðjudaginn fengu allir að velja frjálst útiveru eða leiki inni. Sumir voru lengi úti eða fóru oftar en einu sinni en aðrir fóru minna út. Skólahópur hefur verið að fara í hlutverk brunavarða, fara um húsið og skoða útgönguleiðir, slökkvitæki, reykskynjara og fleira. Þetta er verkefni fyrir elstu nemendurna á vegum Brunavarna.

Við skoðuðum orma í útiveru með stækkunarglerjum og fleiri hlutum.

Yngri og miðhópur fóru í göngutúr á miðvikudaginn á hólaróló með nesti (ávexti). Skólahópur fór í umferðafræðslu en við fengum pakka með fræðslu frá Umferðastofu (saga, litabækur og verkefni). Yngri og miðhópur var síðan með í lokin.

Við erum búin að prenta út kort af Hveragerði (plasta) og þar geta allir hópar merkt inn á húsið sitt og fundið öruggustu leiðina í grunnskólann/leikskólann í göngutúrum. Haddý sýndi öllum á deildinni myndband í skjávarpanum (bíó) úr fjárhúsinu.

Á fimmtudag fór skólahópur í göngutúr í Lystigarðinn með nesti (ávexti) en yngri- og miðhópur fóru í Listasmiðju og teiknuðu myndir af grænmeti til að merkja beðin úti. Þau byrjuðu líka á því að pússa kubba fyrir blómin og hlutina sem þau bjuggu til á vinnustofu Hrannar.

Á föstudag er frjáls dagur eins og vanalega en þá geta þau valið um ýmis verkefni úti eða inni.

Kveðja,


© 2016 - 2024 Karellen