Karellen
news

Grenikot 8-12. mars

12. 03. 2021

Vikan 8-12 mars

Á mánudaginn fóru allir í hreyfingu í sal en þar var farið í ýmsar styrktaræfingar og stórfiskaleik. Skólahópur fór í skólatíma en þar voru þau að para saman stafi og myndir en einnig lítinn og stóran staf. Allir léku sér í frjálsum leik og fóru í útiveru. Í lok dags hittust árgangarnir á Greni- og Reynikoti.

Á þriðjudaginn var smíði hjá skólahóp fyrir hádegi og yngri/miðhópur fór í útiveru.

Á fimmtudaginn var farið á Listasafnið en þar voru hundamyndir sem að nemendum fannst skemmtilegar og þau fengu að föndra líka.

Í dag var flæði á milli Reyni og Grenikots en það var boðið upp á að fara í Listakot (skjávarpi og fleira) og salinn í boltaleik og sprell líka. Eftir hádegi var meiri frjáls leikur og útivera.

Miðvikudaginn 17.mars fer skólahópur aftur í skólann og í þetta skiptið í Mjólkurbúið þar sem 1. bekkir eru.

Góða helgi

© 2016 - 2024 Karellen