Karellen
news

Útikennsla Grenikot

18. 06. 2021

Útivist í Hamrinum:

Við fórum oftast nær í hverri viku að Hamrinum í útistofuna í göngutúrum. Þetta er ótrúlega skemmtilegt svæði og nemendur okkar eru dugleg að leika sér þar. Það er svo mikið sem hægt er að gera þar: Þau klifra, hlaupa um, finna greinar, snigla, skordýr eða köngla og skoða náttúruna. Oft förum við í leiki eins t.d. ratleiki, verkefni eða að finna hluti í náttúrunni. Þetta eru ótrúlega dýrmætar stundir og tíminn líður alltof hratt þegar við erum þar.

Nemendur lituðu og bjuggu til íslenska fánann fyrir 17. júní. Greinarnar sem þau notuðu sem stöng fundu þau í Hamrinum. Þau voru aldeilis ánægð með sig þegar þau voru búin að setja þá saman og festa á greinina.

Það var aldeilis þjóðlegt í fataklefanum hjá okkur eftir daginn.

© 2016 - 2024 Karellen