Karellen
news

Vikan 1-5 mars

04. 03. 2021

Á fimmtudaginn í næstu viku förum við öll á deildinni á Listasafnið.

Í hreyfingu á mánudagsmorguninn var þrautabraut þar sem áherslan var á jafnvægi og einbeitningu og frjáls leikur/tími á eftir.

Það var skólatími hjá skólahóp (kisu og hunda) á mánudaginn. Við höfum verið að vinna með form undanfarið. T.d. formaspil, syngja formalag, teikna og klippa út form.

Á þriðjudaginn fóru allir hópar í smíði í Listasmiðju með Siggu og fengu að negla með hamri í spýtur.

Skólahópur fór í skólann í heimsókn í gær í staðinn fyrir skólatíma. Sævar skólastjóri tók á móti okkur og gekk með okkur um skólann. Krakkarnir fengu svo kex og djús/vatn í mötuneytinu.

Fiska- og fuglahópur fór í göngutúr að Hamrinum í gær (miðvikudag) en þau léku sér frjálst þar, fundu greinar og fóru í könnunarleiðangur þar.

Í dag fóru skólahópar af bæði Greni- og Reynikoti í göngutúr saman að Hamrinum og fóru í umhverfisbingó saman. Í síðustu viku fór skólahópurinn upp á Hamarinn og tók langan göngutúr sem mældist 4,2 km. og voru mjög ánægð með sig.

Í dag fara allir hópar í Listasmiðju til Hrannar en í dag er frjáls sköpun með opin efnivið.

Við erum að vinna í að setja myndir inn á Karellen og setja efni inn á heimasíðuna. Þar er kynning á starfi deildarinnar, stundaskrá og hópaskipting

Kveðja, starfsfólk Grenikots.

© 2016 - 2024 Karellen