Karellen
news

Vikan 17-21 maí Grenikot

21. 05. 2021

Heil og sæl.

Þessa vikuna var öryggisvika og nemendur fræddust um umferð og öryggi á ýmsa vegu:

Við skoðuðum og teiknuðum umferðamerki, lásum umferðasögur um krakkana á Kátugötu og fleira. Inn á vefsíðunni Umferðarvefurinn | Umferð.is (umferd.is) er allskonar efni sem gaman er að skoða tengt umferðaröryggi. Skólahópur fékk fræðslu frá Samgöngustofu (myndbönd og fl.) og þau fengu bækur að gjöf með því verkefni.

Á hverju ári fara síðan nemendur í skólahóp í hlutverk brunavarða og fara um leikskólann og athuga hvort að útgangar, reykskynjarar, slökkvitæki, ljós og annað sé í lagi eða aðgengilegt.

Á næstu dögum verður síðan brunaæfing hér á leikskólanum en þá er bjallan sett í gang óundirbúið og við rýmum leikskólann eins og rýmingaráætlun gerir ráð fyrir. Þá er tökum nafnakall og förum út á pall eða að kastala. Annars tökum við alltaf æfingu þegar bjallan fer í gang og allir fara í röð hjá útgönguleiðum.

Á mánudaginn fóru allir hópar í hreyfingu í sal og góða veðrið var nýtt vel til útiveru.

Hjóladagurinn var á þriðjudaginn og lögreglan kom og tók út hjólin í öryggisskoðun. Við bjuggum til braut með umferðakeilum og þau hjóluðu um á bílaplaninu í rúmlega klukkutíma.

Á miðvikudaginn fóru yngri og miðhópur í göngutúr með kortin sín og voru búin að merkja húsin sín inn á götukortið. Þau gengu síðan um bæinn og fóru að húsunum en þau fara síðan aftur í næstu viku og klára. Þau æfðu sig í að fara yfir götur, líta til beggja hliða, hlusta og fundu öruggustu leiðina til og frá leikskólanum í leiðinni.

Skólahópur fór í vorskólann þrjá daga eftir hádegi. Þau fengu að hitta 1. bekkjar kennara og samnemendur, fara inn í skólastofurnar, í íþróttahúsið, fara á leiksvæðið við skólann og í Bungubrekku.

Á fimmtudaginn komu slökkvilið, sjúkraflutningafólk og lögregla í heimsókn. Nemendur fengu að fara skoða bílana, setjast inn í þá og jafnvel setja sírenuna af stað. Þau voru dugleg að spyrja spurninga og skoðuðu af miklum áhuga öll tæki og tól sem í bílunum eru. Allir fengu að sprauta úr brunaslöngunni sem vildu en hóllinn við hlið leikskólans verður kannski grænni núna. (Sjá myndir á karellen).

Í dag (og í gær) vorum við í Listasmiðju að klára leirblómin sem þau bjuggu til hjá Hrönn og klára útskriftarhatta skólahóps.

Kveðja, starfsfólk Grenikots.

© 2016 - 2024 Karellen