Karellen
news

Vikan 6-9 apríl Grenikot

09. 04. 2021

Halló!

Nemendur eru búnir að búa til eldfjall og það gaus núna rétt fyrir páska hjá okkur inn á deild. Við ætlum að láta það gjósa aftur við tækifæri.

Við höfum verið með þemað fuglar eins og einhverjir hafa orðið varir við. Nemendur eru orðnir duglegir að þekkja fugla og allskonar fuglanöfn og nota þau gjarnan í leik. Núna ætlum við hinsvegar að færa okkur yfir í þemað ,,VORIГ og taka fyrir t.d. blómin, plöntur, farfugla, pöddur og allt sem tengist vorinu á einhvern hátt.

Á þriðjudaginn fóru nemendur í Listasmiðju og teiknuðu eldfjall með kolum og byrjuðu líka á að gera blóm með mynd af þeim.

Í dag var blár dagur og við horfðum á stuttar og skemmtilegar barnamyndir sem eru á síðunni blarapril.is þar sem Dagur og María fræða börn um einhverfu. Við fórum síðan bæði út í snjóinn og í Listasmiðju og bjuggum til fallega bláa karla (sjá mynd).

Á myndunum er verið að vinna í stærðfræði með Numicon kubbum.

© 2016 - 2024 Karellen