Karellen
news

Reynikotsfréttir

21. 05. 2021

Mikið hefur verið um að vera liðna viku í Óskalandi og vikan verið fljót að líða.

Elstu börn skólans hafa í þrjá daga þessa viku verið í vorskóla í Grunnskólanum eftir hádegið sem er árviss atburður. Þar fá börnin að hitta bæði kennara og börnin sem koma til með að vera með þeim í 1. bekk, gera skemmtileg verkefni og skoða umhverfi skólans.

Þá hefur öryggisvikan gengið vel og verið skemmtileg.Á þriðjudaginn var hjóladagur og þá komu börnin með hjólin sín eða hlaupahjól og fengu allt bílaplan leikskólans til afnota. Lögreglan kom og skoðaði hjól barnanna og setti á þau skoðunarmiða og vakti það mikla ánægju.Í gær, fimmtudag, fengum við slökkvilið, lögreglu og sjúkraflutningamenn í heimsókn og fengu börnin að skoða alla bílana og svo að sprauta úr brunaslöngunni hjá slökkviliðinu sem var hápunktur vikunna hjá mörgum þeirra. (Sjá má myndir á Karellen) Nýverið höfum við horft á myndbönd frá umferðarskólanum, lesið mikið af Krökkunum í Kátugötu, litað myndir og rætt um öryggismál og umferðarreglur.

Með kveðju og ósk um góða langa helgi!

© 2016 - 2024 Karellen