Karellen
news

Foreldraráð

25. 02. 2021

Góðan daginn kæru foreldrar

Í viðhengi er klausa um starfssemi foreldraráðs við leikskóla.

Um skeið hefur ekki verið starfandi foreldraráð við Óskaland, eingöngu foreldrafélag. Skýringin er bæði gleymska og það að oft hefur reynst erfitt að fá fólk í þessi „embætti“

Samstarf við foreldra er afar mikilvægt og nauðsynlegt svo traust skapist milli heimila og skóla.

Við óskum því eftir framboðum í foreldraráð.

Best væri ef eitt foreldri af hverri deild byði sig fram.

Margir eiga börn á tveimur deildum og þá gæti einhver úr þeim hópi verið fulltrúi tveggja deilda.

Fari svo að margir bjóði sig fram þarf að kjósa um fulltrúa í foreldraráðið.

Bestu kveðjur með von góðar undirtektir.

Gunnvör

foreldraráð.odt

© 2016 - 2024 Karellen