Karellen
news

Heimsókn á vinnustofu

13. 04. 2021

Komið þið sæl.

Hrönn leirlistakona og listgreinakennari sem vinnur hér á Óskalandi (Grenikoti) býður börnunum á eldri deildunum (fædd: 2015,2016 og 2017) að koma í heimsókn á vinnustofuna (í Hveraportinu) til sín og prófa að leira.

Markmiðið er að kynna fyrir þeim hvernig leirverkstæði lítur út og sýna þeim þau tæki og tól sem fylgja slíkri atvinnustarfsemi.

Börnin fá að koma tvisvar sinnum í heimsókn, einu sinni til þess að móta leirinn og seinna skiptið til þess að glerja leirinn.

Hugmyndin er að gera blómin í bænum, þar sem við búum í blómabænum og vorið er á næsta leiti. Það vekur börnin til umhugsunar á nærumhverfi sínu og árstíðinni sem er í vændum einnig fræðast þau um blómin, heiti blómanna og lögun. Hvað er stöngull, lauf og króna og t.d. hvernig lítur sóley út, fífill eða blágresi svo eitthvað sé nefnt.

Kveðja, starfsfólk Óskalands

© 2016 - 2024 Karellen