Karellen
news

Reynikotsfréttir vikunnar

05. 03. 2021

Komið þið öll sæl.

Síðastliðinn mánudag var söngstund í sal milli 9:00 og 9:15, eftir langa bið vegna samkomutakmarkanna. Haddý spilaði á gítar og komu deildirnar saman og sungu. Vonandi getum við haldið áfram að hittast í söngstund í salnum fram á vor. Á þriðjudag var hreyfing þar sem börnin æfðu sig að hoppa jafnfætis, farið var í þrautakóng og í nafnaleik. Á miðvikudaginn fóru elstu börninn (skólahópur ) í heimsók í grunnskólann þar sem þau hittu Sævar skólastjóra. Sævar sýndi börnunum skólann og var endað í mötuneyti skólans hjá þeim Guðbjörgu og Jennýu þar sem boðið var upp á djús, vatn og kex. Yngri börnin fóru í skapandi starf í listakoti þann dag. Í gær fór skólahópur í skemmtiferð með skólahópi á Grenikoti, farið var í kennileitaleik og leikið undir Hamrinum. Nú má blanda deildunum meira saman vegna afléttingar samkomutakmarkanna og er því ætlunin að þessir hópar fari í sameigilegar ferðir tvisvar til þrisvar í mánuði fram að sumarfríi og einnig verður meiri blöndun milli eldri deildanna á mánudögum milli 15:00 og 16:00 og flæði á milli deilda á föstudögum, tvisvar í mánuði, milli 10:00 og 11:30. Yngri hópur fór í göngu í smágarðana á fimmtudaginn og léku í frjálsum leik í salnum í lok dags. Í dag léku börnin sér í frjálsum leik, meðal annars með einingakubba og segulkubba og vorveðrið bauð upp á mikla útiveru.

Með kærri kveðju og ósk um góða helgi.

Starfsfólk Reynikots

© 2016 - 2024 Karellen