Karellen

Rekið er sameiginlegt foreldrafélag fyrir leikskólana tvo í Hveragerði, Óskaland og Undraland. Kosið er í stjórn þess á aðalfundi árlega. Foreldrafélagið stendur þétt við bakið á starfi leikskólanna og greiða foreldrar gjald kr. 500 á mánuði í félagið með leikskólagjöldunum. Einungis er eitt gjald á heimili ef systkini eru á leikskólunum.

Hægt er að fylgjast með starfi foreldrafélagsins á Facebook í hópnum Foreldrar leikskólabarna í Hveragerði - foreldrafélag leikskólanna. Hægt er að hafa samband í netfangið foreldrafelag810@gmail.com.

Hefð er fyrir því að foreldrafélagið gefi öllum börnum leikskólanna tveggja bækur á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, styrki jólaskemmtun og haldi sumarhátíð. Þar að auki er hlutverk foreldrafélags að vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í leikskólanum, koma á framfæri skoðunum foreldra við skólastjórnendur og sjá um að skipuleggja foreldrastarfið í skólanum.

Hægt er að lesa um hlutverk foreldrafélaga á heimasíðu Heimilis og skóla.


© 2016 - 2024 Karellen