Karellen
news

Fréttir frá Asparkoti

22. 12. 2023

Fréttir af haustönn frá Asparkoti

Í haust hefur ýmislegt verið brallað á Asparkoti. Við höfum verið dugleg að fara í gönguferðir um bæinn okkar og höfum við til dæmis farið alla leið upp á Hamar, inn í Ljóðalaut, upp með Varmá og kíkt í rörið undir Kömbunum og margt fleira.

Auk þess höfum við verið í skapandi starfi og teiknað sjálfsmyndir, saumað í pappapjöld og æft okkur að skrifa nöfnin okkar.

Kveðja

Nemendur og starfsfólk Asparkots

© 2016 - 2024 Karellen