Karellen
news

Fréttir frá Reynikoti

26. 03. 2021

Vikan á Reynikoti hefur gengið vel við leik og störf. Elstu börnin voru að vinna með stærðfræði og tölustafi í vinnustund og hafa alla vikuna sóst eftir verkefnum (spilum og leik) af þeim toga í daglegu amstri á deildinni. Í óvissuferð þeirra þessa vikuna var haldið með þotur í Bungubrekku og haft gaman. Elstu börnin fóru einnig í Art og þar var rætt um tilfinninguna “reiði”, um að allir verði stundum reiðir og hvernig getum við brugðist við þeirri tilfinningu og róað okkur niður.

Í hreyfingu var farið í þrautabraut þar sem jafnvægi var æft. Í skapandi starfi í listakoti var lögð áhersla á páskaföndur og umræður um eldgos sköpuðust. Við munum grípa þær vangaveltur og vinna með betur þegar tími vinnst eftir páska. Í Blæ vinastundum höfum við þessa vikuna að ræða um þegar verið er að skilja út undan, um hvernig líði okkur þá og eins hvernig okkur líður ef við verðum fyrir því að vera skilin út undan. Hvað getum við gert til að bjóða öllum að vera með. Í lok tímans var farið í vinanudd.

Í vikunni hefur verið mikil útivera þar sem við höfum verið svo heppin að hafa loks fengið snjó. Búnir hafa verið til snjókarlar og snjóhús.

Í dag var “gulur dagur” í leikskólanum. Einhverjir mættu í gulu og svo var blásið í gular blöðrur og föndrað fyrir páskana.

Gleðilega páska!

© 2016 - 2024 Karellen