Karellen
news

Fréttir vikunnar

16. 04. 2021

Mikið hefur verið að gera hjá okkur á Reynikoti þessa vikuna við leik og störf.

Á mánudaginn ru elstu börnin í Art stund þar sem fjallað var um siðfræði. Eins fór eldri hópurinn í skapandi starf þar sem unnið var með viðfangsefnið, vinir og vinátta. Á þriðjudaginn fóru svo öll börnin í Reynikoti í vinnustofuna hjá Hrönn þar sem þau bjuggu m.a. til blómin í bænum. Hvert barn bjó til sitt blóm úr leir og var mikil ánægja og gleði hjá börnunum með þessa heimsókn.

Á miðvikudaginn fóru elstu börnin í sína vikulegu óvissuferð. Gengið var að hvernum grýlu þar sem börnin fengu nestið sitt (banana) og rætt var um hvort þau vildu halda göngunni áfram eða fara til baka. Öll vildu þau halda áfram og þá lá leiðin í heimsókn í hesthúsið hennar Öldu þar sem börnin fengu að fara á hestbak, gefa hestunum að borða og klappa þeim. Eftir hesthúsaferðina var farið að Varmá og léku börnin sér við að kasta steinum og sulla við ánna. Þann dag fóru yngri börnin í skapandi starf þar sem viðfangsefnið var það sama og hjá eldri hópnum fyrr í vikunni.

Í gær, fimmtudag, var farið í gönguferð í smágarðana í mikilli rigningu og roki. Þar var mikið fjör, farið í felu- og eltingaleiki og hlaupið um. Öll börnin virtust skemmta sér vel, voru glöð og sæl en rennandi blautir eftir ferðina. Í dag höfum við leikið frjálst og farið í útiveru. Flæði á föstudögum bíður betri tíma og rýmri samgöngutakmarkana.

Með kærri kveðju og ósk um góða helgi!

© 2016 - 2024 Karellen